- Nesvegi 20 - 340 Stykkishólmur
- skipavík@skipavík.is
Skipavík skipasmíðastöðin
í Stykkishólmi
Skipasmíðastöðin Skipavík var stofnuð árið 1967 af Skipasmíðastöð Stykkishólms. Árið 1975 sameinuðust Vélsmiðja Kristjáns Rögnvaldssonar og Skipasmíðastöð Stykkishólms og undir nafninu Skipamíðastöðin Skipavík. Fram til ársins 1998 var rekstur dráttarbrautar og vélsmiðjan megin starfsemi fyrirtækisins.
Við breytingar á aðstæðum í bæjarfélaginu fór Skipavík út í byggingarstarfsemi og almenna verktakavinnu árið 1998 og hefur sá þáttur aukist hin síðari ár. Árið 2005 var nafni fyrirtækisins breytt í Skipavík þar sem starfsemi fyrirtækisins var orðin æði fjölbreytt.