Um okkur

Image
Image
Image
0
Í þjónustu sjávarútvegs síðan 1908.

Skipavík skipasmíðastöðin
í Stykkishólmi

Skipasmíðastöðin Skipavík var stofnuð árið 1967 af Skipasmíðastöð Stykkishólms. Árið 1975 sameinuðust Vélsmiðja Kristjáns Rögnvaldssonar og Skipasmíðastöð Stykkishólms og undir nafninu Skipamíðastöðin Skipavík. Fram til ársins 1998 var rekstur dráttarbrautar og vélsmiðjan megin starfsemi fyrirtækisins.

Við breytingar á aðstæðum í bæjarfélaginu fór Skipavík út í byggingarstarfsemi og almenna verktakavinnu árið 1998 og hefur sá þáttur aukist hin síðari ár. Árið 2005 var nafni fyrirtækisins breytt í Skipavík þar sem starfsemi fyrirtækisins var orðin æði fjölbreytt.

Image

Þjónustan okkar

Góð og fjölbreytt þjónusta í heila öld á Stykkishólmi og nágrenni

  • Dráttarbraut

    Dráttarbraut Skipavíkur tekur í dráttarbrautina allt að 400 þungatonna skip. Mesta breidd í sleða er 8,6 metrar. Hægt er að taka allt að 27 metra löng skip inn í hús.

  • Byggingar

    Frá árinu 1998 hefur Skipavík unnið að mörgum verkefnum í byggingariðnaði, og hefur síðustu ár verið að byggja og selja hús ásamt því að vera með í uppbyggingu frístundahúsa við Arnarborgir rétt fyrir utan Stykkishólm.

  • Verslun

    Skipavík hóf verslunarrekstur árið 1986. Í desember 2006 flutti Skipavík verslunina í nýtt og glæsilegt húsnæði í eigu Skipavíkur við Aðalgötuna.

Starfsfólk

Sævar Harðarson

Framkvæmdastjóri
Netfang: saevar@skipavik.is
Farsími: 862 2795

Sigurjón Jónsson

Stjórnarformaður
Netfang: sigurjon@skipavik.is
Farsími: 893 6343

Guðmundur Sævar Guðmundsson

Lager
Netfang: lager@skipavik.is
Sími: 430 1408

Magnús Vésteinsson

Verslun
Netfang: verslun@skipavik.is
Sími: 430 1415

Sara Rún Guðbjörnsdóttir

Skrifstofa
Netfang: sara@skipavik.is
Sími 430 1400

Davíð Sveinsson

Skrifstofa
Netfang: david@skipavik.is
Sími: 430 1401

Elfar Gunnlaugsson

Rafvirkjameistari
Netfang: elfar@skipavik.is
Farsími: 896 1567

Guðlaugur Harðarson

Verkstjóri vélsmiðju Stykkishólmi
Netfang: slippur@skipavik.is
Farsími: 860 4314

Högni Högnason

Gúmmíbáta- og slökkvitækjaþjónusta
Netfang: gb@skipavik.is
Sími 430 1404

Sigurbjartur Loftsson

Tæknimaður byggingardeild
Netfang. baddi@skipavik.is
Farsími 788 0077

Kristján Gunnlaugsson

Byggingarmeistari / Byggingarstjóri
Farsími: 894 2955

Hjörleifur Kristinn Hjörleifsson

Slippur
Farsími: 690 2068

Vélsmiðja Grundartanga

Hallfreður Ragnar Björgvinsson

Verkefnisstjóri
Netfang: tangi@skipavik.is
Farsími: 694 6747

Dúi Andersen

Liðsstjóri
Farsími: 839 9055

Jafnlaunastefna Skipavíkur

Skipavík hefur innleitt jafnlaunakerfi skv. ÍST 85:2012 á grundvelli 7. gr. laga nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, sem nær til alls starfsfólks með jafnlaunastefnu þessa sem grunn. Tilgangur með jafnlaunakerfi er að tryggja jafnrétti og jafna stöðu kynja innan Skipavíkur með það að markmiði að nýta hæfni, krafta og kunnáttu starfsfólks til fulls án þess að kynbundin mismunun eigi sér stað.

Jafnréttisstefna þessi minnir stjórnendur og allt starfsfólk á mikilvægi þess að öll séu jöfn og að meta eigi þá auðlegð sem felst í menntun, reynslu og hæfni einstaklinga án tillits til kyns.

Mikilvægt er að fylgja meginreglunni um að öll njóti sömu tækifæra:

*kjör eru ákveðin með sama hætti fyrir sömu eða jafn verðmæt störf
*starfsfólk hefur sömu tækifæri til menntunar/endurmenntunar/símenntunar/námskeiða
*öllum kynjum stendur til boða að sækja um störf hjá okkur
*við finnum leiðir til að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf
*við líðum ekki ofbeldi; hér undir fellur meðal annars kynbundið/kynferðislegt ofbeldi/áreitni

Jafnlaunastefna þessi er órjúfanlegur hluti af launastefnu Skipavíkur og er jafnlaunakerfið undir stöðugum umbótum og eftirliti. Þættir sem hafa áhrif á launamyndun eru m.a. gildandi kjarasamningar, lög og reglur ásamt launaþróun. Starf, menntun, þekking og reynsla skipta einnig máli þegar kemur að launamyndun. Komi upp frábrigði er brugðist við þeim.

Í jafnlaunakerfinu eru sett fram jafnlaunamarkmið og þau rýnd og endurskoðuð samkvæmt verklagsreglum þar að lútandi.

Jafnlaunastefnan er kynnt öllu starfsfólki og aðgengileg almenningi.

Allar ábendingar vegna launa eiga að berast hér: Ábendingar vegna launa