Víkingaskip

Image

Fyrsta víkingaskúta Skipavíkur - Valtýr

Þau eru mörg spennandi verkefnin hjá Skipavík ehf. en sennilega er þó smíði víkingaskipsins Valtýs það sem hefur verið eitt mest spennandi enda um einstakt verkefni að ræða. Skipið er sambland af 1000 ára gamalli hönnun víkinganna og nútíma tækni. Það er byggt á Gaugstaðaskipinu sem var byggt í Noregi fyrir 1200 árum og nýjustu aðferðum og tækni sem til er í heiminum í dag.

Skipið er hugsað sem skemmtisnekkja fyrir þá sem vilja fá eitthvað alveg einstakt. Það er engin snekkja til í heiminum sem er lík þessari. Heildar lengd verður 16,5 m og mesta breidd 4,3 m.  Hún ristir aðeins 1,0 m og ganghraði á vélum sem eru 2 x 75 hp verður 9 mílur. Á seglum ætti ganghraði að vera um 14 mílur. Svefnpláss er fyrir 6 manns í 3 káetum sem allar eru með sér baðherbergi. Um borð eru fullkomnustu siglingatæki, ásamt loftlælingu og lofthitun, einnig vatnsframleiðslutæki um borð í skipinu.