Vélsmiðja Grundartanga
Stærstu einstöku verkefnin eru tengd stækkunum á álveri Norðuráls við Hvalfjörð, við uppsetningu og suðu straumleiðara og kerja. Þessi verkefni hafa verið viðamikil en allt að 30 starfsmenn hafa unnið við verkefnið á hverjum tíma en alls eru þessar stækkanir fjórar.